þriðjudagur, ágúst 1

i only want to be some kind of friend

ég hef verið að velta vöngum yfir einum hlut undanfarin mánuð.
ríbánd.
frummálinu-rebound.
samræður sem ég átti í í seinustu viku.
a: ég meina, þau voru búin að vera hætt saman í þrjá mánuði og hann var enn að hringja í hana
d: ertu að meina þetta? hætti hún með honum?
a: já og hann var bara algerlega í rúst sko, hann var á fullu að senda henni sms og mæspeis komment
d: dísus, gæjinn bara ekki að fatta þetta. En hvenær byrjaði hann svo með D?
a: bara eiginlega á þessum sama tíma, alveg hrikalega hallærislegt. Ég meina, það var svo augljóst að hún var ríbándið hans, hann var nú einu sinni enn að hringja og eltast við exið sitt...
d: en helduru að hann sé ekki bara hrifinn af D?
a: nei nei það sér hver heilvita maður að hann er bara að nota hana til að komast yfir exið; ég meina, það er ekkert auðvelt að vera stelpan sem á að fylla út í fótspor _______

Þessum samræðum átti ég í og ég fór að spá; erum við ekki öll ríbánd einhvers?
Svo ég kvóti í Damien "cant get my mind offa u...till I find somebody new"
Hvenær getur einhver sagt "áður en þú komst var engin önnur, þú ert sú fyrsta sem ég hef tilfinningar til..." bla bla bla og rúnk rúnk, þessum gæja hefur greinilega verið hafnað af "fyrstu" ástinni sinni.
Ég fór að rekja pungasöguna mína tilbaka og komst að þeirri niðurstöðu að ALLIR strákar sem ég hef haft einhverjar tilfinningar til hafa verið ríbánd á þeim sem á undan honum kom.
Það er því lógískt að ég sé ríbánd hjá þeim strák sem ég mun deita.
Við eigum öll okkar deiting fortíð og fyrrum kærustur fyrrum kærasta sem við göngum framhjá og vinkonuhópurinn pískrar "þú ert svo mikið grennri og sætari en hún".
ég geri þetta fyrir mínar vinkonur og þær gera þetta fyrir mig, óskráð regla.

Mér finnst svo margir strákar skýla sér á bakvið "fyrrverandi" eins og hún hafi annaðhvort verið heilög eða hóra . Þeir vitna í fyrrverandi í tíma og ótíma og hún verður hentug hækja fyrir alls kyns afsakanir og aumingjaskap.
Ég þekki þetta því ég nota þetta sjálf.

Það hlýtur því að vera þannig að maður er alltaf ríbánd af einhverjum eða einhverri en spurningin er kannski sú hvort að viðkomandi sé tilbúinn að sleppa takinu af fortíðinni og halda áfram með þér þannig þú verðir hans næsta ríbánd ef hættið saman en ekki sá/sú sem var fyrir þína tíð.
Ég vil gjarnan trúa að þegar sambandinu sem ég er í er slitið þá þurfi sá pungur smá tíma til að jafna sig eftir mig en sé ekki enn hooked á fyrrverandi; svona eitthvað sem ég segi sjálfri mér til að auðvelda mér svefninn á nóttunni.

Ég legg því til að afsökunin -ríbánd- verði lögð niður.
Vertu karlmenni og viðurkenndu að þú -er bara ekki nógu skotinn í mér-, kannski ertu líka ennþá að hugsa um fyrrverandi og ég dugði ekki sem therapía til að geta sleppt henni og haldið áfram; maður spyr sig því engin svör er að fá.

Í fyrra þá lenti ég í damien rice lagi, ég þurfti annann til að komast yfir hinn, simpelt.
Það er eitthvað svo fallegur einfaldleikinn í því að þetta sé eilíf hringrás.
Ég vona að ég sé nægilega sérstök til að verða ríbánd, er betri breikup pæling en ég er ekki nógu góð, offeit, offrek eða leiðinleg.
Svo ég tali nú ekki um þegar maður sér hann með nýju skvisunni og hún svipar til manns...
touché!

svona hlutum velti ég gjarnan fyrir mér.
sem og skoða klám á netinu, lesa nýjustu rannsóknarniðurstöður úr klíníska geiranum og raða fjörtíuogþremur skópörunum sem ég á.

stjörnuspáin mín í M blaði moggans á sunnudaginn sagði að ég stefndi á fjarlæg lönd þar sem ég fengi óvæntar fréttir sem myndu breyta framtíð minni...?
ég hef unað af svona x factor, nú er þarf ég að reyna troða mér í einn bollalestur eða svo hjá veigu vinkonu hennar mömmu og athuga hvað hún hefur að segja um þetta mál.
ég veit að ég get ekki beðið eftir að borða Tom Yum súpu og Masaman karrí og Pad Thai núðlur skolað niður með Chai te mmm...

ég vildi ég gæti sagt vera í mikilli sjálfsskoðun þessa dagana en þá væri ég að ljúga og slíkt legg ég ekki í vana minn, ég ýki en ég reyni að halda lygum í lágmarki.
ég er hálf dofin. ef tilfinningar væru á litaspjaldi þá væri ég grá.
ég er ekki beint spennt yfir ferðinni, ég er ekki beint leið né glöð, ég er hvorki södd eða svöng.
ég er inn á milli.
ég er bla.
einkenni þessa ástands er hangs í rúminu frameftir degi í karlmannsboxerum af fyrrverandi sem ég stal frá honum óafvitandi að hlaða niður tónlist og lesa gömul ástarbréf og narta í vínber og ritz kex.
ég kem mér ekki í að gera neitt. sömu verkefnin hafa hangið yfir mér í átta daga og ekkert hefur gerst. á morgun er komin ágúst og þá er bara mánuður í skólann og fjórir dagar þangað til að ég fer.
tíminn flýgur og líður hratt í gráa ástandinu á suðurgötunni.
tæland og laos með sína miklu litagleði og brosandi andlit hljóta að blása smá lífi í þennan kropp og þessa sál. ég hef fulla trú á því.

sigurrósar tónleikarnir voru magnaðir, footloose var ágætt-sérstaklega þegar þorvaldur davíð skarti sínum bera bossa framan í okkur áhorfendur, elsan mín fallega endist alveg til kl3 á djamminu,í tælandi á að borða með skeið og gaffli en ekki prjónum né hníf og mamma kom færandi hendi með heimbakaðar kökur og pott af fjörmjólk handa stelpunni sem hefur ekki verslað inn síðan í enda apríl.

ef mér líður illa þá grennist ég.
þegar ég grennist þá segja allir mér að ég líti vel út.
vill einhver taka af skarið með þessa rökhendu?

ég er farin að hátta með Moll Flanders.

siggadögg
-4 dagar gott fólk-

6 ummæli:

Mia sagði...

Þegar þér líður illa þá grennistu, og þegar þú grennist er þér hrósað fyrir útlitið.

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott... :)

Sigga Dögg sagði...

þakka þér fyrir þetta mín kæra

Nafnlaus sagði...

SIGGA MIN

EG ER BUIN AD FARA I NOKKRAR BUDIR AD FINNA CROCKS HANDA TER OG TAD VAR BARA TIL LIME GREEN SVO AD TU VERDUR BARA EINS OG TERI HATCHER OG JACK NICHOLSON SEMSAGT LIME GREEN IN TAILAND

Nafnlaus sagði...

SORRY GLEYMDI AD KVITTA
AUNTIE EIRIKA

Nafnlaus sagði...

Mig grunar mjög sterklega að þetta séu mínir boxerar :) Hefðir nú ekki þurft að stela þeim ! Óska eftir silkiboxerum í staðin beint frá tælandi :) Ok baby ?

Nafnlaus sagði...

fjandans fyrrverandi!
ash